Veðrið lítur nokkuð vel út á morgun og því höldum við okkur við upphaflegt plan. Afar mikilvægt er að nemendur mæti klædd og skóuð fyrir útiveru, það verður blautt á! Nemendur eiga að koma með nestisbox, vatnsbrúsa og nettan bakpoka að heiman.
Í heildina fara 78 nemendur að Hraunsvatni ásamt stórum og góðum hópi starfsfólks. Rútur fara frá skólanum kl. 10:00. Áætluð heimkoma í skóla er um kl. 13:30.
12 nemendur fara í fjallgönguna ásamt Rögnu, Magga og Árna í Grjótgarði. Þau fara beint í morgunmat við komu í skólann, smyrja nesti og leggja svo af stað frá skólanum kl. 8:45. Þau reikna með að koma aftur í skólann um kl. 15:00 en það fer allt eftir hvernig gengur.
10 nemendur fara í hjólaferðina með Garðari, Sísí og Margréti. Brottför frá skóla að Melum er kl. 9:15 en ráðgert er að þau komi aftur í skólann um kl. 14:30 og fari þá í kaffi og sund.
7 nemendur fara í hestaferðina ásamt Ólöfu og Tönju. Brottför frá skóla er kl. 9:30. Þau ætla að láta það ráðast hvenær þau koma aftur í skólann, allt eftir stemmningu og hvernig gengur.
Póstar voru sendir á öll heimili varðandi ferðirnar fyrir helgi, vinsamlegast lesið þá vel. Ef einhverjar spurningar vakna hafið þá samband við okkur. Foreldrar eru hjartanlega velkomin með í ferðirnar. Nemendur koma með sundföt en í boði er að fara í sund eftir kl. 14. Heimferð skólabíla er kl. 16:00 en frístund verður ekki opin til kl. 16:15. Öll börn verða send heim með skólabílum kl. 16:00.
Þetta verður frábær dagur!