Skemmtilegur útivistardagur

Þriðjudaginn 9. september var útivistardagur hjá nemendum og starfsfólki skólans. Eldri nemendur skólans höfðu val um fjórar ferðir; ganga upp að Hraunsvatni, fjallgöngu upp á Dunhagahnjúk, hjólaferð og hestaferð. 1.-4. bekkur gekk upp að Hraunsvatni. Við vorum heppin með veður og mörg nýttu tækifærið og tíndu ber í ferðinni á meðan sum renndu fyrir fisk í Hraunsvatni. Hér má sjá myndir úr ferðunum:

Hraunsvatn

Hjólaferð