Fjölmenn skólasetning fór fram á útiskólasvæðinu okkar í Mörkinni í blíðskaparveðri. Í ár eru 108 nemendur innritaðir í Þelamerkurskóla en nemendafjöldi hefur ekki farið yfir hundrað í aldarfjórðung þannig að um ansi merkileg tímamót er að ræða. Við hlökkum mikið til samstarfsins í vetur og þökkum ykkur kærlega fyrir komuna á skólasetninguna. Það var gott að sjá brosandi andlit nemenda og foreldra.
Kennsla hefst skv. stundatöflu mánudaginn 25. ágúst. Tímatöflur skólabíla eru komnar á heimasíðuna.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |