Fréttir

Sprengidagsgleðin 13. febrúar

Það var ansi kátt í skólanum í dag og mikil spenna í loftinu þegar alls kyns verur, dýr og persónur mættu í skólann í morgun.
Lesa meira

Öskudagsgrímur í sjónlistum

2. og 4 bekkur kynntust grímugerð víðsvegar að úr heiminum og útbjuggu sína eigin grímu.
Lesa meira

Þorrablót 1.-6. bekkjar

Þann 26.janúar síðastliðinn héldu nemendur 6. bekkjar í Þelamerkurskóla þorrablót og buðu nemendum í 1.-5.bekk á skemmtunina.
Lesa meira

Seinkun á skólabyrjun fimmtudaginn 25. jan. 2024

Nú gengur yfir rok hvellur af stærri gerðinni og komin er appelsínugul viðvörun fyrir okkar landssvæði. Vegna þessa verðum við að SEINKA SKÓLABYRJUN og gerum ráð fyrir að skólabílar fari af stað klukkan 10 að öllu óbreyttu. Þá á mesta rokið að vera farið austur yfir. EF breyting verður á, sendum við nýjan póst er nær dregur.
Lesa meira

2. bekkingar heimsækja Hlíð og lystigarðinn

Dvalarheimilið Hlíð á Akureyri setti upp verkefni á Barnamenningarhátíðinni sem þau kalla ,,Barnaleikir fyrr og nú“. Í verkefninu bjóða íbúðar Hlíðar nemendum í 2.bekk í heimsókn. Anna Rós og nemendur í 2. bekk nýttu þetta góða boð og skelltu sér í bæjarferð. Í heimsókninni sögðu íbúar frá leikjum sem þau léku sér í sem börn, nemendur fengu að skoða allskonar leikföng og spjalla við íbúa og notendur um leiki. Þau luku heimsókninni með söng og hressingu. Þetta var góð stund og eru myndir frá þessum viðburði inn á facebook síðunni Heilsuvernd hjúkrunarheimili. Þegar farið er í kaupstað er venjan að nýta ferðina og var því auk heimsóknarinnar farið í álfaleit í Lystigarðinum, en í Byrjendalæsisvinnu í skólanum er verið að vinna með Dísu ljósálf og álfaþema. Það var mjög gaman að ganga um garðinn í morgunrökkrinu. Fallegar seríur lýsa upp garðinn og gefa honum ævintýralegan blæ. Nemendur sáu að sjálfsögðu álfa á stangli.
Lesa meira

Jólakveðja

Nemendur og starfsfólk Þelamerkurskóla óskar aðstandendum, sveitungum og samstarfsfólki öllu gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Hjartans þakkir fyrir gott samstarf á árinu sem senn er á enda. Megi friður og hamingja umlykja ykkur öll.
Lesa meira

Litlu jól nemenda

Á litlu jólunum áttu nemendur og starfsfólk góðar stundir saman. Í skólanum héldu nemendur stofujól með kennurum sínum og í Möðruvallakirkju sungum við saman og nutum tónlistarflutnings frá hæfileikaríkum nemendum. Eftir að hafa snætt saman hátíðarmat við dekkað langborð var svo dansað í kringum jólatréð áður en nemendur héldu í jólafrí.
Lesa meira

Litlu jól nemenda

Á litlu jólunum áttu nemendur og starfsfólk góðar stundir saman. Í skólanum héldu nemendur stofujól með kennurum sínum og í Möðruvallakirkju sungum við saman og nutum tónlistarflutnings frá hæfileikaríkum nemendum. Eftir að hafa snætt saman hátíðarmat við dekkað langborð var svo dansað í kringum jólatréð áður en nemendur héldu í jólafrí.
Lesa meira

Jólaskautar

Daginn fyrir litlu jólin fóru allir nemendur saman á skauta og skemmtu sér vel við diskóljós og jólatónlist. Eftir að hafa skautað í rúman klukkutíma og fengið sér hressingu, gekk svo hersingin sem leið lá í gegnum innbæinn og inn á ráðhústorg þar sem gengið var í kringum jólatréð og sungið við undirleik Jóns Þorsteins frá tónlistarskóla Eyjafjarðar.
Lesa meira

Laufabrauðsdagurinn

Þriðjudaginn 12. desember var laufabrauðsdagurinn okkar en þá skáru nemendur út laufabrauð í matsalnum í fyrsta tíma.
Lesa meira