Íþróttadagurinn mikli fór fram í fyrsta skipti á mánudaginn, 1. desember, hjá mið- og unglingastigi. Dagurinn var virkilega skemmtilegur, mikil spenna og fullt af stemmingu. Bekkirnir kepptu á móti hver öðrum og hafði hver bekkur sinn lit. Keppt var í snjógallaboðhlaupi, fótbolta, bandý og höfðingjaleik. Eðlilega var hart barist og mikið keppnisskap gerði vart við sig en að lokum voru allir vinir og fóru flestir glaðir heim.
Það var 8. bekkur sem stóð uppi sem sigurvegari í íþróttakeppninni, vel að því kominn og virkilega góð frammistaða. Einnig voru veitt verðlaun fyrir bestu hvatninguna og búninga, voru það nemendur í 5. bekk sem unnu það og stóðu þau sig einstaklega vel. Þau voru til fyrirmyndar og létu það ekkert stoppa sig þó þau væru yngst á svæðinu.
Virkilega skemmtilegur dagur sem verður klárlega haldinn aftur að ári. Myndir frá deginum.