Jólaljósadagurinn 9. janúar 2026

Gleðilegt nýtt ár og kærar þakkir fyrir allar frábæru stundirnar á árinu sem nú er liðið. Við enduðum fyrstu skólaviku ársins á að fara upp í hlíðina fyrir ofan skólann og kveiktum á friðarkertum þar sem við náðum ekki að gera það fyrir jól sökum snjóleysis. Lögreglan mætti á svæðið og tryggði öryggi okkar með því að stöðva umferð í báðar áttir. Við mælum með að þið gerið ykkur ferð í myrkrinu að sjá ljósin frá okkur sem lýsa upp hlíðina. Yndislegt veður, hjálpsöm, glöð og góð börn og öll fengu kakó og kringlur að lokinni ljósastund 🥰

Megi árið 2026 vera ykkur ljúft og gott. Hérna eru myndir.