23.12.2023
Daginn fyrir litlu jólin fóru allir nemendur saman á skauta og skemmtu sér vel við diskóljós og jólatónlist. Eftir að hafa skautað í rúman klukkutíma og fengið sér hressingu, gekk svo hersingin sem leið lá í gegnum innbæinn og inn á ráðhústorg þar sem gengið var í kringum jólatréð og sungið við undirleik Jóns Þorsteins frá tónlistarskóla Eyjafjarðar.
Lesa meira
18.12.2023
Þriðjudaginn 12. desember var laufabrauðsdagurinn okkar en þá skáru nemendur út laufabrauð í matsalnum í fyrsta tíma.
Lesa meira
11.12.2023
Þann 5. desember sl. fagnaði Þelamerkurskóli 60 ára afmæli sínu með pompi og prakt. Nemendur höfðu undirbúið afmælisdaginn á fjölbreyttan hátt með þemaviku nokkru áður þar sem þau lærðu um skáldin úr heimabyggð, bjuggu til pappamassaverk skáldunum og myndverk af kirkjum sveitarinnar. Þau héldu úti fréttastofu, bjuggu til heimasíðu með fróðleik um sveitina, bökuðu mikið magn af bakkelsi til að bjóða afmælisgestum uppá, settu upp magnaða sögusýningu með allt að 60 ára gömlum minningum úr skólastarfinu, gáfu út veglegt skólablað, bjuggu til stuttmyndir úr þjóðsögum úr Hörgársveit og bjuggu til vegglistaverk sem táknar sveitina okkar.
Lesa meira
07.12.2023
Hér má sjá afrakstur stuttmyndagerðavinnu nemenda í þemaviku fyrir afmæli skólans.
Lesa meira
01.12.2023
Við Þelamerkurskóla er auglýst eftir umsjónarkennara. Óskað er eftir að ráða skipulagðan, sveigjanlegan og skapandi grunnskólakennara með mikla hæfni í samskiptum við börn. Umsjónarkennarinn vinnur í teymi með öðrum kennurum. Í skólanum eru 100 nemendur.
Lesa meira
23.11.2023
Þann 5. desember fagnar Þelamerkurskóli 60 ára afmæli sínu og býður til afmælishátíðar með opnu húsi í skólanum milli kl 10 og 14. Aðstandendur, sveitungar og allir velunnarar eru boðin velkomin í skólann til að njóta afraksturs af vinnu nemenda, góðra veitinga og tónlistar.
Lesa meira
20.11.2023
Nemendur í 1. bekk fóru að sækja jólatré með Huldu. Þau komu skælbrosandi til baka og fóru að renna sér á þoturössunum á leikvellinum.
Lesa meira
16.11.2023
Í dag 16. nóvember er afmælisdagur Jónasar Hallgrímssonar og Dagur íslenskrar tungu. Slíkum degi ber að fagna með því að vinna sérstaklega með okkar ástkæra ylhýra tungumál. Jónas samdi ekki einungis sögur og kvæði, heldur var hann sérlega ötull nýyrðasmiður.
Lesa meira
10.11.2023
Það var mikið stuð hjá okkur á hrekkjavökunni þriðjudaginn 31. október.
Lesa meira
20.10.2023
Það hefur aldeilis verið líf og fjör hjá okkur í vikunni.
Lesa meira