Fréttir

Foreldrafundir og spjall á yngsta stigi

Næstu tvö mánudagskvöld verða haldnir samráðs og fræðslufundir fyrir foreldra á yngsta stigi skólans. Í kvöld hittast foreldrar 1. bekkinga ásamt kennurum og stjórnendum þar sem fjallað verður um hvernig heimili og skóli geta hjálpast að við að gera upphaf grunnskólagöngunnar sem farsælast. Mánudaginn 24. sept. munu foreldrar í 1. - 4. bekk hittast með kennurum og stjórnendum og stilla saman strengi varðandi utanumhald um nemendur þar sem meðal annars verður lögð áhersla á læsisnám barnanna.
Lesa meira

Ólympíuhlaup ÍSÍ - Norræna skólahlaupið

Ef veður leyfir verður hlaupið haldið á Skottinu og byrjar við Hliðarbæ. Rútur keyra nemendur til og frá skóla. Fyrsta rútan fer frá skólanum kl. 9:30. Í henni verða þeir nemendur sem ætla að hlaupa 10. km. Rútan fer svo aftur í skólann og sækir þá sem hlaupa 2,5 km og 5.0 km.
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélagsins þriðjudaginn 4. sept. kl. 20.

Aðalfundur foreldrafélags Þelamerkurskóla verður haldinn í Þelamerkurskóla þriðjudaginn 4. sept. nk. kl. 20:00. Smellið á fyrirsögn til að sjá dagskrá fundarins.
Lesa meira

Frábær útivistardagur - duglegir krakkar

Útivistardagurinn sl. mánudag heppnaðist gríðarlega vel. Veðrið var mjög gott og allir mættu jákvæðir og tilbúnir í slaginn. Flestir nemendur 5.-10. bekkjar hjóluðu með kennarahópi frá Melum og inn að Myrkárbakka þar sem menn grilluðu pylsur og slökuðu á. 16 hraustir krakkar gengu með kennurum upp á Selhnjúk og nutu útsýnis um fagrar sveitir. Ferð sem var krefjandi en skemmtileg og það voru stoltir gönguhrólfar sem komu heim úr þeirri ferð síðla dags. Einn hópur gekk upp Krossastaðagil og yngstu börnin gengu upp í skóginn og fjallið fyrir ofan skólann með sínum kennurum. Þegar heim var komið fóru svo allir saman í sund og nutu samverunnar þar. Takk fyrir frábæran dag!
Lesa meira

Skólabyrjun í Þelamerkuskóla

Eins og áður hefur komið fram verður skólinn settur úti í Mörk, miðvikudaginn 22. ágúst kl. 16:00. Eftir stutta samveru þar fara nemendur með umsjónarkennara í heimastofur námshópanna. Fimmtudaginn 23. ágúst hefst kennsla samkvæmt stundaskrá. Mánudaginn 27. ágúst er göngudagur skólans. Þá halda nemendur og starfsmenn í fjórar mismunandi gönguferðir sem hæfa aldri og þroska nemenda.
Lesa meira

Góðir gestir með höfðinglega gjöf

Í dag heimsóttu starfsmenn Tölvuteks skólann. Það voru þeir Halldór Hrafn Jónsson framkvæmdastjóri sölusviðs, Egill Örvar Hrólfsson framkvæmdastjóri þjónustusviðs og Hafþór Helgason framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem komu í skólann. Þeir höfðu með sér 25 Acer tölvur sem Tölvutek gefur skólanum.
Lesa meira

Sumar Þytur er kominn út

Sumar Þytur, fréttabréf Þelamerkurskóla er kominn út. Í honum eru tíundaðar helstu fréttir vorsins. Sumar Þytur var sendur í tölvupósti til allra foreldra.
Lesa meira

Sagt frá Þelamerkurskóla í tímariti hollenska skólastjórafélagsins

Eins og kunnugt er fóru Sigga iðjuþjálfi, Unnar aðstoðarskólastjóri og Ingileif skólastjóri í námsferð til Venlo í Hollandi í haust. Í júní hefti tímarits hollenska skólastjórafélagsins er sagt frá námsferðinni.
Lesa meira

Nýir starfsmenn á næsta skólaári

Næsta haust hefja fimm nýir starfsmenn störf við skólann. Það er meira en oft hefur verið hjá okkur.
Lesa meira

Nýtt útlit heimasíðu

Eftir skólaslit fékk heimasíða skólans nýtt útlit. Við tökum gjarnan á móti ábendingum um það sem betur má fara eftir flutninginn. Sendu okkur línu á thelamork@thelamork.is
Lesa meira