1. maí hlaup UFA og glæsileg þátttaka

Þátttökubikarinn okkar
Þátttökubikarinn okkar
Árlegt 1. maí hlaup UFA fór fram í blíðskaparveðri þetta árið en grunnskólanemendur gátu valið um að hlaupa 2 eða 5 kílómetra. Nemendur Þelamerkurskóla hafa verið dugleg að fjölmenna í hlaupið undanfarin ár og brugðu ekki út af vananum þetta árið. Í 1. maí hlaupinu eru veitt verðlaun fyrir hlutfallslega flesta þátttakendur í skólum sem hafa 100 nemendur eða færri og önnur verðlaun í flokki stærri skóla. Krakkar úr Þelamerkurskóla fjölmenntu í hlaupið og unnu bikar fyrir bestu þátttöku í flokki fámennra skóla en hvorki meira né minna en 35% nemenda skólans tóku þátt. Einnig eru veitt verðlaun fyrir besta tíma í 5 kílómetra hlaupinu og Hjördís Emma Arnarsdóttir náði 3. sæti í flokki stúlkna 13-14 ára. Hér má sjá myndir frá hlaupinu.