Skólasetning 22. ágúst

Skólasetning Þelamerkurskóla fer fram föstudaginn 22. ágúst kl. 14:00 á útisvæðinu okkar sem heitir Mörkin. Mörkin er staðsett í lundi norðan við skólann og er gengið að lundinum norðan við húsið Laugaland. Eftir setninguna verður haldið heim að skóla og þar hitta nemendur umsjónarkennara sína og fá hjá þeim stundatöflu og aðrar upplýsingar. Gert er ráð fyrir að skólasetningin taki rúmlega hálftíma og að heimferð sé um kl. 14:40 þennan dag. Boðið er upp á skólaakstur á skólasetninguna en mikilvægt er að foreldrar komi með yngstu börnunum og nýjum nemendum.