Á miðvikudaginn, 21. maí, fóru nemendur í 5.-6. bekk í Bogann á grunnskólamót sem UFA heldur alltaf á vorin. Við kepptum á 6. bekkjarmótinu ásamt skólum á Akureyri. Hægt var að keppa í 60 metra hlaupi, langstökki og 600 metra hlaupi, auk þess sem við sendum lið í boðhlauð og reipitog. Allir tóku þátt í einhverju og stóðu sig með glæsibrag. Það var mikið fjör á mótinu, brosandi andlit og virkilega gaman að sjá krakkana spreyta sig í hinum ýmsu greinum. Mjög flottir krakkar sem við eigum og hér eru myndir af mótinu.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |