Skólastarf fer vel af stað

Það hefur verið nóg um að vera í skólanum fyrstu vikuna og vorum við einstaklega heppin með veðrið sem lék svo sannarlega við okkur. Nemendur og starfsfólk nutu veðurblíðunnar en kennarar skipulögðu námið að stórum hluta utandyra. Nemendur tíndu ber, tóku upp grænmeti, höfðu gaman á útiskólasvæðinu, léku sér og lærðu. Skólastarfið fer vel af stað en það er ríkjandi gleði, jákvæðni og áhugi meðal nemenda. Í næstu viku verður útivistardagurinn okkar og hlökkum við mikið til þess dags.