26.02.2021
Í gær, fimmtudaginn 25. febrúar fór upplestrarhátíð skólans fram. Á henni lesa nemendur 7. bekkjar upp fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans. Úr hópnum velur dómnefnd fulltrúa skólans til að lesa á lokahátíð Stóru upplestrakeppninnar.
Að þessu sinni skipuðu dómnefndina Helga Hauksdóttir, Margrét Sverrisdóttir og Snorri Finnlaugsson. Allir nemendur lásu sérstaklega vel og var dómnefndinni sannarlega vandi á höndum. Dómnefndin valdi Helenu Örnu Hjaltadóttur og Önnu Lovísu Arnardóttur til að verða fulltrúa skólans á lokahátíðinni sem fer fram þann 9. mars nk.
Lokahátíðin fer fram í Menntaskólanum á Akureyri þann 9. mars og hefst kl. 17.00.
Hér eru myndir sem teknar voru á upplestrarhátíðinni.
Lesa meira
16.02.2021
Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í skólanum daginn fyrir öskudag eins og undanfarin ár. Nemendur og starfsfólk klæddust grímubúningum og grínuðu og glensuðu. Kötturinn var slegið úr tunnunni og þetta árið var það Jónatan Smári sem var tunnukóngur skólans. Síðan hófst söngvakeppni öskudagsliða. Eftir söngvakeppnina var síðan dansað og sprellað fram að heimferð.
Lesa meira
15.02.2021
Eins og hefð er fyrir verður öskudagsgleði Þelamerkurskóla á sprengidaginn sem er þriðjudaginn 16. febrúar. Nemendur geta komið strax um morguninn í búningum sínum og máluð, en fram að hádegi er kennt samkvæmt stundaskrá. Hádegismatur verður frá kl. 12.00 – 12.30 og frá 12.30 – 13.00 undirbúa nemendur sig fyrir öskudagsballið. Þeir sem þurfa aðstoð við málun fá hana í stofu 3.
Öskudagsskemmtunin hefst á sal kl. 13.00.
Dagskrá hennar er:
Kötturinn sleginn úr tunnunni
Tunnukóngur/drottning krýnd/ur
Söngvakeppni öskudagsliða
Öskudagsball
Úrslit úr söngvakeppninni
Marsering undir stjórn elsta námshópsins Skólavinir marsera saman
Skólarútur fara heim á venjulegum tíma eða kl. 14.25.
ATH: Það verður vetrarleyfi í skólanum 17. - 19. febrúar
Lesa meira
09.02.2021
Hinn mánaðarlegi læsisviðburður okkar í skólanum, Allir lesa, var í dag. Nemendur þekkja Allir lesa vel og kalla eftir því ef þeim finnst tíminn fram að næsta Allir lesa of lengi að líða. Nemendur dreifa sér um skólann með lesefni í hönd og á hverju svæði er fullorðinn lestrarfyrirmynd.
Lesa meira
09.02.2021
Í hverri viku er í skólanum unnið með Orð vikunnar. Orðin eru rýnd í bak og fyrir, nemendur finna skyld orð, pæla í merkingu orðsins, búta orðið niður í litlar einingar og leika sér með það á fjölbreyttan hátt. Markmiðið með orðarýni er að efla orðvitund nemenda, orðaforða þeirra og áhuga á tungumálinu. Afrakstur vinnunnar hangir svo á vegg í matsal skólans.
Lesa meira
08.02.2021
Í hönnun og smíði hjá 1. og 2. bekk fengu nemendur það verkefni að búa til pennastatíf úr lerki sem fellt var fyrir nokkrum árum i Mörkinni. Í innlögn kennara fengu nemendur m.a. kynningu á íslenskum trjátegundum eins og birki, lerki og greni. Öllum trjátegundum má skipta í tvo aðalflokka þ.e barrtré og lauftré. Lauftré fella laufin á haustin en barrtrén eru sígræn. Lauftré gefa af sér við sem kallaður er harðviður en viður barrtrjáa er kallaður mjúkviður. Einnig var nemendum sýndur þverskurður af tré og þeim sýnt hvernig finna má út aldur trjáa með því að telja árhringina í trénu.
Að innlögn lokinni fengu nemendur viðarbútinn sinn sem þau byrjuðu á að pússa. Síðan hófst vinnan við það að mæla og merkja fyrir staðsetningu á holunum sem bora átti í spýtuna. Síðan fengu nemendur nagla sem þeir notuðu til þess að merkja holurnar betur. Svo voru holurnar boraðar í súluborvél. Að því loknu var viðarolía borinn á lerkibútinn. Verkefnið heppnaðist vel og nemendur unnu vel í tímanum. Tveir eldri nemendur voru okkur til aðstoðar og hjálpuðu þeim nemendum sem voru ragir við það að bora sjálfir.
Lesa meira
14.01.2021
Eins og fram kemur í skóladagatali og Dagskrá Þelamerkurskóla fyrir janúar er foreldadagur í skólanum á morgun og nemendur mæta því ekki í skólann.
Lesa meira
13.01.2021
Ákveðið hefur verið að fresta árshátíð skólans sem vera átti fimmtudaginn 4. febrúar vegna kórónuveirunnar. Ákvörðunin er tekin í varúðarskyni en stefnt er að því að halda árshátíðina fimmtudaginn 25. mars.
Lesa meira
18.12.2020
Þelamerkurskóli óskar nemendur, foreldrum, starfsfólki og samstarfsaðilum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári, með kæru þakklæti fyrir gott samstarf á árinu sem senn er á enda. Megi nýtt ár færa okkur öllum gleði, frið og takmarkalausa samveru.
Lesa meira
18.12.2020
Litlu jólin eru haldin hátíðleg í Þelamerkurskóla ár hvert með fjölbreyttri dagskrá. Í Möðruvallarkirkju áttum við í dag notalega stund þar sem tónlist var í aðalhlutverki en barnakór skólans söng undurfallega auk þess sem hljóðfæraleikarar úr hópi nemenda léku listir sínar. Heima í skóla var sungið við jólatréð og nemendur héldu svo stofujól með kennurum sínum. Dagurinn endaði svo eins og hefð er fyrir, með hátíðarmat úr smiðju kokksins, kalkún og meðlæti og að sjálfsögðu ís í eftirmat. Yndislegur dagur með sérlega fallegum börnum.
Lesa meira