Nemendur í 3. og 4. bekk hafa undanfarið unnið í flugvélaþema í Byrjendalæsi. Unnin hafa verið fjölbreytt verkefni sem prýða gang skólans. Í tengslum við þemað fór hópurinn í heimsókn á Flugsafn Íslands í vikunni.
Tekið var vel á móti hópnum. Safnstjórar voru með ýmsan fróðleik og svo mátti skoða sig um á safninu. Það var margt sem vakti áhuga hópsins, m.a. fyrrverandi þyrla landhelgisgæslunnar, TF-Líf, sem er nýjasti gripurinn á safninu, flugvél á skíðum sem fer til Grænlands og ólíkir flugfreyju- og flugstjórabúningar. Það sem vakti þó sérstaka lukku meðal nemenda var að fá að fara inn í tvær flugvélar til að skoða sig um og einnig að setja sig í spor flugmanns í stjórnklefa þar sem mátti prófa að stýra.
Nemendur fá sérstakt hrós fyrir að vera til fyrirmyndar á safninu. Framkoma þeirra var til fyrirmyndar og gaman hvað þau voru áhugasöm og dugleg að spyrja safnstjóra spjörunum úr varðandi allt tengt flugi.
Hér er hlekkur á myndir sem teknar hafa verið í flugvélaþemanu.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |