Mánudaginn 8. september buðu Hollvinir Húna 5. og 6. bekk í siglingu á Húna II. Hollvinir Húna eru samtök sem sjá um rekstur bátsins og hafa þau boðið 5. og 6. bekkingum í siglingu frá árinu 2006. Markmið verkefnisins er að efla áhuga og auka þekkingu nemenda á sjávarútvegi, lífríki sjávar, sjómennsku og hollustu sjávarfangs. Siglt var út á fjörðinn og nemendur fengu tækifæri til að veiða á sjóstöng. Aflinn var svo grillaður og nemendur og starfsfólk fengu að bragða á aflanum. Ferðin var afar vel heppnuð og lærdómsrík. Hér má sjá myndir úr ferðinni.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |