Uppskeran kom virkilega á óvart!

Nemendur í 7. og 8. bekk fóru í grænmetisgarðinn í gær með Ólöfu og Önnu Rósu og skemmtu sér konunglega við að taka upp kartöflur, rófur, hnúðkál, spregilkál, salat og blómkál. Gulræturnar voru fjórar og litu út eins og tannstönglar :) 

Nemendur stóðu sig frábærlega, voru jákvæð, dugleg og unnu vel saman. Þetta var frábær stund sem við áttum saman og hlökkum við til að gæða okkur á þessu ljúfmeti. Hérna eru myndir.