Árni Þór Eyþórsson í 4. bekk var valinn einn af sigurvegurum teiknisamkeppni Mjólkursamsölunnar í ár. Rúmlega 1.100 myndir bárust í keppnina frá 62 skólum um land allt. Tíu myndir urðu fyrir valinu og var myndin hans Árna ein af þeim. Við óskum Árna innilega til hamingju með frábæran árangur og hlökkum til að fylgjast með honum blómstra á sviði myndlistar í framtíðinni. Hérna má sjá myndina hans Árna.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |