Í tilefni af degi íslenskrar náttúru sem var 16. september fór 4. bekkur í matjurtargarðinn að taka upp rófur sem nemendur Þelamerkurskóla settu niður í vor. Rófurnar voru misstórar en margar. Skera þurfti blöðin af rófunum og fengu hænurnar blöðin sem eru enn saddar og sælar eftir kræsingarnar. Rófurnar voru snyrtar og þvegnar. Því næst voru þær afhentar Svölu og Helgu í eldhúsinu sem ætla að bjóða upp á ný uppteknar rófur í hádegismatnum.
Fréttina skrifuðu Árni, Elena, Jóhann, Kristín, Ólafur, Sara, Sigurður, Skírnir, Sóley, Sóllilja og Bryndís kennari.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |