Á þriðjudaginn var héldum við stóru upplestrarhátíð 7. bekkinga í Þelamerkurskóla. Nemendur 7. bekkjar hafa æft sig vel og það var unun að hlusta á þau flytja ljóð og sögu fyrir flottan áhorfendahóp, en hefð er fyrir því að allir nemendur skólans hlusti á upplesturinn. Sérvalin dómnefnd velur svo tvo nemendur sem keppa fyrir hönd skólans á Stóru upplestrarkeppninni fyrir skóla við Eyjafjörð, en hún verður haldin hátíðleg á þriðjudaginn kemur. Það voru þær Tinna Margrét Axelsdóttir og Ylva Sól Agnarsdóttir sem valdar voru sem fulltrúar Þelamerkurskóla og Rafael Hrafn Keel Kristjánsson verður þeirra varamaður.
Á hátíðinni fengum við auk upplestrar að njóta tónlistar frá nemendum skólans, en þau Sunneva og Rúrik léku á píanó, Hjördís Emma og Tinna Margrét léku á harmonikku og Rafael Hrafn sló svo botninn í tónlistarveisluna með frábærum trommuslætti.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |