Þelamerkurskóli sigrar stóru upplestrarhátíðina við Eyjafjörð

Í gær var Stóra upplestrarhátíð skóla við Eyjafjörð haldin við hátíðlega athöfn á Grenivík. Nemendur úr 7. bekk í sex skólum við Eyjafjörð lásu þar ýmist bókarkafla eða ljóð, áhorfendum til mikillar ánægju. Augljóst var að nemendur höfðu æft sig vel og stóðu þau sig öll með stakri prýði.

Þær Tinna Margrét og Ylva Sól lásu fyrir hönd Þelamerkurskóla og gerðu það afbragðs vel. Ylva Sól gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina í ár, okkur öllum til mikillar ánægju. Við óskum Ylvu Sól og Tinnu Margréti innilega til hamingju með frábæra frammistöðu. 

Hér má sjá myndir frá hátíðinni