Það voru brosandi og kátir nemendur 1. og 2. bekk sem fóru ásamt kennurum að sækja jólatré fyrir skólann. Þau ákváðu að nýta góða veðrið og snjóleysið í þetta verkefni því oft hefur verið erfitt að sækja jólatré í miklum snjó. Nemendur völdu trén af kostgæfni og verða þau höfð innandyra þar sem þau verða skreytt. Hérna má sjá myndir frá leiðangrinum.