Nemendur í 9. og 10. bekk fóru í fræðandi heimsókn í Verkmenntaskólann á Akureyri (VMA) og Menntaskólann á Akureyri (MA) í vikunni. Ferðin var skipulögð til að kynna nemendum fjölbreytta námsmöguleika eftir grunnskóla.
Heimsóknin hófst á því að nemendur fengu að skoða heimavistina og sjá hvað hún hefur upp á að bjóða. Að því loknu lá leiðin upp í VMA þar sem nemendur fengu kynningu á bæði verklegum námsleiðum, eins og rafiðn, trésmíði, matreiðslu og bóknámsbrautum. Þeir fengu einnig að skoða verkstæði skólans og spjalla við nemendur og kennara.
Í MA voru kynntar kjörnámsbrautir á borð við sviðslistir og tónlist, félagsgreinabraut, náttúrufræðibraut og tungumála- og menningarbraut. Nemendur fengu að kynna sér námsefni, leysa ýmsar þrautir og jafnvel halda á Jóa engisprettu.
Heimsóknin var bæði fróðleg og hvetjandi fyrir nemendur sem eru að velta fyrir sér vali á framhaldsskóla og hjálpaði þeim að fá skýrari mynd af þeim fjölbreyttu möguleikum sem bíða þeirra eftir grunnskóla. Myndir frá heimsókninni má sjá hér.