6. bekkingar buðu 1.-5. bekk og starfsfólki á þorrablót í dag, á sjálfan bóndadaginn. Nemendur höfðu staðið í ströngu við að undirbúa þorrablótið ásamt Margréti umsjónarkennara þeirra. Þau röðuðu upp í matsal fyrir þorrablótið, stýrðu fjöldasöng og fóru með gamanmál. Boðið var upp á þorramat, laufabrauð sem nemendur skáru og steiktu fyrir jólin ásamt mjólkurgraut. Að lokinni dagskrá í matsalnum buðu 6. bekkingar nemendum upp í sal þar sem farið var í sígilda skyrleikinn og fylgdi honum mikill hlátur að venju! Við þökkum 6. bekk og Margréti kærlega fyrir góða dagskrá og hér má sjá myndir frá þorrablótinu.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |