Góðir gestir með höfðinglega gjöf

Í dag heimsóttu starfsmenn Tölvuteks skólann. Það voru þeir Halldór Hrafn Jónsson framkvæmdastjóri sölusviðs, Egill Örvar Hrólfsson  framkvæmdastjóri þjónustusviðs og Hafþór Helgason framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem komu í skólann. Þeir höfðu með sér 25 Acer tölvur sem Tölvutek gefur skólanum. Tölvurnar eru Chrome vélar og nýjar af nálinni hjá Acer. Þeim fylgir snertipenni vegna þess að skjár vélarinnar eru snertiskjár sem hægt er að snúa 360° og nota sem glósubók. Vélarnar eru sérstaklega höggheldar og lyklaborðið er vökvaþolið. Það kemur sér einstaklega vel því að nýju Acer vélarnar verða í notkun hjá nemendum í 1.-4. bekk og leysa af hólmi fartölvur sem komu í skólann árið 2007 og voru fyrir tveimur árum gerðar að Chrome vélum. 

Með þessari höfðinglegu gjöf hefur hver nemendi skólans Chrome vél til notkunar í skólanum því fyrir höfðu allir nemendur í 5.-10. bekk Chrome vél til afnota. Gjöfin gefur því öllum nemendum skólans jafna möguleika á að nýta verkfæri Google í skólastarfi (e. G Suite for Education) í námi sínu. 

Á móti gjöfinni tóku Axel Grettisson oddviti Hörgársveitar, María Albína Tryggvadóttir formaður fræðslunefndar Hörgársveitar, Unnar Eiríksson aðstoðarskólastjóri og Ingileif Ástvaldsdóttir skólastjóri. Við afhendinguna kom fram að nemendur og kennarar skólans munu gera sitt besta til að nýta tölvurnar sem best og miðla til annarra reynslu sinni af notkun þeirra og Google umhverfisins í skólanum. 

Á Facebook síðu skólans eru fleiri myndir frá afhendingunni. 

Fyrri frétt skólans af gjöfinni og tilurð hennar er hægt að lesa með því að smella hérna