Skólabyrjun í Þelamerkuskóla

Eins og áður hefur komið fram verður skólinn settur úti í Mörk, miðvikudaginn 22. ágúst kl. 16:00.  Eftir stutta samveru þar fara nemendur með umsjónarkennara í heimastofur námshópanna.

Fimmtudaginn 23. ágúst hefst kennsla samkvæmt stundaskrá og heimferð þann dag er kl 14.20.

Mánudaginn 27. ágúst er göngudagur skólans. Þá halda nemendur og starfsmenn í fjórar mismunandi gönguferðir sem hæfa aldri og þroska nemenda. Útivistardagur er langur dagur og heimferð því kl. 16 þann dag.

  • 1. - 4. bekkur áforma að fara í gönguferð upp í fjallið fyrir ofan skólann. Með þeim fara, Anna Rós, Jónína Sv. og Ragnheiður Lilja. Eftir hádegið verður farið í sund svo allir verða að muna að koma með sundföt. Dagskrá þessa hóps er eftirfarandi:

    • Kl. 8.20 til 9.20 eru nemendur 1. - 4. bekkjar hjá umsjónarkennurum.

    • Kl. 9.20 - 10.00 er morgunmatur og nestisgerð.   

    • Kl. 10 - 12.30  gönguferð, leikir og útivera

  • 5 .- 10. bekkur hafa val um þrjár ferðir.  Frá kl. 8.20 - 9.15 er morgunmatur og nestisgerð. Lagt verður af stað í ferðirnar kl. 9.30.

  1. Gönguferð upp Krossastaðagili. Umsjónarmenn þessarar ferðar eru Hulda, Gréta og Bryndís Sóley. Þessi hópur getur farið í sund eftir gönguferðina.

  2. Hjólaferð frá Melum inn að Myrkárbakka. Umsjónarmenn eru: Anna Rósa, Berglind og Unnar. Öllum er skylt að vera með hjálm.

  3. Gönguferð upp Selhnjúk. Gengið er upp frá Skriðu. Umsjónarmenn eru Birna og Sigga G.

Þessi dagur telst langur dagur því skólabílar fara frá skólanum kl. 16:00.

Áður en nemendur halda í gönguferðirnar fá þeir staðgóðan morgunmat í skólanum. Starfsfólk mötuneytis sér um að útbúa hlaðborð fyrir nemendur með brauðmeti, áleggi, kjúklingaleggjum, ávöxtum og drykkjum þar sem nemendur geta búið sér til nesti. Hægt verður að velja á milli safa eða kókómjólkur.

ATH: Nemendur þurfa samt að hafa með sér nestisbox og vatnsbrúsa að heiman. Þeir sem heldur vilja hafa með sér nesti að heiman geta gert það, en sælgæti, snakk, orkudrykkir, sætabrauð og gos eru ekki leyfð í gönguferðunum.

Kennsla hefst skv. stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst. Þann dag er heimferð kl. 14:20.