Við í 3. bekk fengum boð til Sunnu og fjölskyldu hennar á Ósi. Þar reka þau blómasöluna Sólbakka. Við ásamt Emil sem býr þar fórum með Önnu Rós, Kollu og Ásrúnu í heimsókn. Það var mjög gaman að skoða öll blómin í gróðurhúsunum. Blómin voru allskonar á litinn og heita allskonar nöfnum, við sáum t.d. tóbakshorn, möggublóm, fjólur og stjúpur. Við sáum líka aspir, eplatré, hindberjatré og allskonar grænmeti. Þar sem við erum mjög hjálpsöm og dugleg fórum við að aðstoða þau við að koma blómunum út í herðingu, það þýðir að setja þau út úr gróðurhúsinu og venja þau við íslenska veðrið. Við mynduðum keðju og gekk þetta þá hratt og örugglega fyrir sig. Amma hans Emils var ánægð að fá svona duglegt aðstoðarfólk. Það var dálítill vindur, en gott og hlýtt veður og því gaman að leika úti. Við fórum á trampólín, lékum okkur í garðinum og í námunni sem er þarna. Sum okkar týndu steina og fengu að eiga. Sunna gaf okkur síðan grænmeti til að setja í matjurtagarðinn í skólanum. Það verður gaman næsta haust að setja það á salatbarinn. Hér eru myndir úr heimsókninni.
Kveðja,
3. bekkur