Anna Rósa og Sigga iðjuþjálfi eru þessa dagana á ART réttindanámskeiði á Dalvík, en ART stendur fyrir Aggression Replacement Training sem er aðferð til að aðstoða börn og ungmenni að draga úr erfiðri hegðun og átta sig á að hegðun á sér margvíslegar orsakir.
ART byggir á þremur þáttum: félagsfærniþjálfun, reiðistjórnun og eflingu siðgæðisþroska. Á námskeiðinu hafa þær m.a. æft sig í að skipuleggja kennslustundir og taka nemendur í félagsfærniþjálfun með verkfærum ART. Námskeiðið er afar gagnlegt en til þess að öðlast ART þjálfararéttindin munu Anna Rósa og Sigga taka nemendahóp í 12 vikna grunnþjálfun þrisvar í viku.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |