Kæru foreldrar/forráðamenn
Við ætlum að gera aðra tilraun til að halda aðalfund foreldrafélags Þelamerkurskóla fimmtudaginn 10. nóvember kl. 19. Boðið verður upp á súpu og brauð í stofu 4, venjuleg aðalfundarstörf og endum á fræðsluerindi frá Skúla B. Geirdal verkefnastjóra fjölmiðlanefndar.
Erindið fjallar um :
Hvað gera börn og ungmenni á samfélagsmiðlum?
Í fyrirlestrinum er farið yfir helstu niðurstöður úr víðtækri rannsókn á stafrænu umhverfi barna á Íslandi sem nefnist "Börn og netmiðlar."
Helstu efnistök: Vinsælustu samfélagsmiðlarnir, aldurstakmörk og ástæður fyrir þeim, tækjaeign, nethegðun, deiling nektarmynda, klám, öryggi á netinu og tölvuleikir.
Við hvetjum alla foreldra að mæta og missa ekki af þessu mikilvæga erindi og taka þátt í starfi félagsins.
Bestu kveðjur
Stjórn foreldrafélags Þelamerkurskóla
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |