Í Aðventu Þyt segir meðal annars frá því að á næsta fimmtudag kl. 13:00 munu nemendur afhenda fulltrúa UNICEF það sem safnaðist á jólamarkaðnum í lok nóvember. Á markaðnum söfnuðust 160 000 kr. og dugar það til að kaupa fjóra kassa með skólavörum fyrir 40 börn.
Einnig segir frá því að jólaleyfi hefst að loknum litlu jólunum á næsta föstudag. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 6. janúar en daginn áður eru foreldraviðtöl.
Aðventu Þyt er hægt að lesa í heild sinni með því að smella hérna.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |