Barnakórar Þelamerkurskóla halda aðventutónleika sína á næstkomandi sunnudag. Tónleikarnir verða í Möðruvallakirkju og hefjast kl. 16:00.
Að þessu sinni eru tónleikarnir haldnir í samstarfi við Kirkjukór Möðruvallaprestakalls. Kórarnir syngja hver í sínu lagi og einnig allir saman.
Allir eru velkomnir á tónleikana.
Hér er bréf til foreldra barnanna í kórnum. Það fór heim með nemendur þriðjudaginn 26. nóvember. Þar kemur fram að það er sameiginleg æfing fyrir alla kórana laugardaginn 30. nóv frá kl. 10-12 og mjög mikilvægt að allir mæti á þá æfingu vegna þess að hún er sú eina með undirleikara fyrir tónleikana.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |