Ævar Þór Benediktsson í heimsókn

Það voru mjög spenntir ungir lestrarhestar sem tóku á móti Ævari í dag þegar hann kom í heimsókn til að lesa upp úr nýjustu bók sinni Þinn eigin tölvuleikur. Ævar náði vart inn á skólalóðina áður en fyrsti aðdáandinn kom hlaupandi með bók til að fá áritun! Nemendur hlustuðu af athygli og áhuga og spurningaflóðinu rigndi yfir höfundinn. Við þökkum okkar kæra Ævari kærlega fyrir komuna og hlökkum til að lesa nýju bókina. Hér má sjá myndir frá viðburðinum.