Í dag 5. desember á Þelamerkurskóli afmæli. Hann er 56 ára. Í tilefni dagsins fengu allir lambalæri í matinn og ís í eftirrétt. Afmælissöngurinn var að sjálfsögðu sunginn við matarborðið. Auk þess var kynnt fyrir nemendum hugmyndasamkeppni um merkingu á skólanum. Nemendur, einir eða í hópi, rissa upp hugmynd að því hvernig þeir myndu vilja sjá skólann merktan að utan og skilafrestur hugmynda er í janúar. Við hlökkum til að sjá hvað krökkunum dettur skemmtilegt í hug.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |