Áhugasviðsverkefni í 7.-8. bekk

Nemendur í 7.-8. bekk eru með fasta áhugasviðstíma í hverri viku og hafa litið dagsins ljós hreint frábær verkefni hjá þeim öllum. Krakkarnir vinna í nokkrar vikur með hvert verkefni og enda lotuna á kynningum á sínu áhugasviði. Í skólann hafa komið skemmtilegir gestir til að taka þátt í slíkum kynningum, s.s. endur og kettir auk þess sem bakaðar hafa verið pizzur og ýmsir flottir munir lagðir fram. 

Hér má sjá myndir frá nokkrum kynningum.