Á þessu skólaári halda nemendur tvær árshátíðar. Þann 10. desember kl. 16 - 18 halda nemendur 1.-6. bekkjar sína árshátíð í Hlíðarbæ. Þennan dag fara nemendur 1.- 6. bekkjar ekki heim frá því að venjulegum skóladegi lýkur og árshátíðin hefst. Sjá fréttapósta umsjónarkennara frá síðasta föstudagi. Foreldraakstur að árshátíð lokinni.
Á hátíðinni verður hver námshópur með skemmtiatriði, nokkrir nemendur spila á hljóðfæri, Inga Magga danskennari stýrir öllum námshópum í danssýningu og kórinn syngur. Að skemmtiatriðum loknum standa nemendur 8. og 9. bekkjar fyrir kaffisölu til styrktar ferðasjóði þeirra.
Hérna er hægt að nálgast auglýsingu vegna árshátíðarinnar.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |