Árshátíð 7. - 10. bekkjar Þelamerkurskóla verður haldin í Hlíðarbæ fimmtudagskvöldið 17. mars og hefst kl.20.00. Boðið verður upp á : Ýmis skemmtiatriði, tónlistarflutning og kaffiveitingar.
Aðgangseyrir er 2000 krónur fyrir fullorðna en 1000 krónur fyrir börn á grunnskólaaldri. Innifalið í aðgangseyrinum er skemmtun og stórglæsilegt kaffihlaðborð. Nemendur skólans borga 500 kr. fyrir kaffihlaðborðið en fá frítt inn á árshátíðina. Börn á leikskólaaldri fá frítt á árshátíðina og kaffihlaðborðið. Dúddabúð verður auðvitað opin. Verið hjartanlega velkomin,
Nemendur og starfsfólk Þelamerkurskóla
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |