Árshátíð Þelamerkurskóla verður haldin í íþróttahúsinu á Þelamörk fimmtudaginn 2. febrúar kl. 20:00-23:00. Boðið verður uppá ýmis skemmtiatriði, tónlist og dansatriði sem allt verður í höndum nemenda. Aðgangseyrir á sýninguna verður 1500 kr. fyrir 12 ára og eldri og 800 kr. fyrir 7-12 ára. Nemendur skólans greiða ekki inn á skemmtunina.
Að lokinni skemmtuninni verða kaffiveitingar til sölu uppi í skóla. Það kostar 1300 kr. fyrir fullorðna á kaffihlaðborðið og 500 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri. Enginn posi á staðnum.
Svo verður Dúddabúð auðvitað opin.
Hægt er að fylgjast með æfingum á Facebooksíðu skólans. Kennarar hafa sett þar inn myndir og myndbrot.
Fleiri munu bætast við á viðburðinum sem hefur verið stofnaður á Facebooksíðu skólans. Vinsamlegast hjálpið okkur að deila honum.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |