Árshátíð skólans - myndir

Árshátíð Þelamerkurskóla fór fram í íþróttahúsinu á Þelamörk fimmtudaginn 6. febrúar. Nemendur skólans  og kennarar þeirra hafa notað undanfarnar vikur til að undirbúa skemmtiatriði árshátíðarinnar og mikill metnaður lagður í það að gera eins vel og hægt er.  Árshátíðin fór mjög vel fram og nemendur okkar stóðu sig vel í hlutverkum sínum. Hér eru myndir sem teknar voru bæði á lokaæfingunni og á sýningunni um kvöldið.

Viljum við nota þetta tækifæri og þakka öllum þeim sem komu á árshátíðina og fögnuðu þessum skemmtilega degi með okkur.