Brjálað að gera í Þeló

Sigurvegarar bleika dagsins
Sigurvegarar bleika dagsins

Það hefur aldeilis verið líf og fjör hjá okkur í vikunni. 

Unglingastig fór á miðvikudag í Hrafnagilsskóla að taka þátt í skapandi smiðjum með Hrafnagili, Grenivík og Valsárskóla. Þar fengu þau að velja sig inn á smiðjur sem þau höfðu áhuga á: vísindasmiðju, podcast, fréttavakt, útiskóla-/tálgunarsmiðju, heimilisfræði, ritlist, leiklist, tónlistarsmiðju og listaverkasmiðju. Það var mjög gaman hjá okkur og nemendur Þeló voru skólanum til sóma. Hér má sjá myndir frá deginum.

Á fimmtudag hófum við daginn á því að skólavinir pökkuðu saman jólagjöfum í skókassa sem sendir verða til barna á barnaheimilum í Úkraínu á vegum KFUM&K. Þetta var fyrsti viðburðurinn sem skólavinir vinna saman að og gekk það vel. Hér eru myndir af því. 

Eftir hádegi komu þeir Gunni og Felix svo í heimsókn til okkar á vegum List fyrir alla. Þeir fjölluðu bæði um hvernig skrifa eigi góða sögu, horfa á kvikmyndir og hvernig fjölskyldur geta verið allskonar. Í lokin var að sjálfsögðu sungið og dansað. Nokkrar myndir af stuðinu.

Bleiki dagurinn var virkilega skemmtilegur og litríkur og gaman að sjá hversu mörg höfðu metnað fyrir fatavali. Nemendaráð valdi þrjá nemendur og einn starfsmann sem "bleikasti nemandinn/starfsmaðurinn" og færði þeim smá verðlaun. Hér eru myndir af því.