Daglegt líf í Þelamerkurskóla - myndir

Allir dagar eru einstakir hér í skólanum hjá okkur og fjölbreytni í starfi er mikil. Nemendur læra á margvíslegan hátt og fara ólíkar leiðir til að nálgast námsmarkmiðin. Á rölti um skólann í dag mátti sjá nemendur við pappamassavinnu, myndbandsupptökur, forritun, stærðfræðivinnu, íslenskuvinnu, samfélags- og náttúrufræðivinnu, málningarvinnu, samræður og samvinnu. Allir nemendur unnu af kappi í sínum verkefnum með góðri handleiðslu frá starfsfólki skólans.

Með því að afrita þessa slóð og setja hana í vafra, má sjá myndir frá deginum í dag  https://photos.app.goo.gl/kpUh5Ye3kHxUtPsZ7