Síðustu daga hafa höfum við haft góða gesti hér í skólanum. Þetta voru fimm danskir kennaranemar sem komu hingað til þess að upplifa íslenska náttúru. Heimsóknin er hluti af lokaverkefni þeirra í skólanum. Þeir fengu kynningu á starfi Þelamerkurskóla. Einnig fóru þeir með smiðjunemendum út á útiskólasvæði og fylgdust með vinnunni þar. Á kennarafundi kynntu þeir nám sitt fyrir kennurum skólans. Við viljum nota þetta tækifæri og þakka þessum góðu gestum fyrir komuna. Hér má sjá myndir sem teknar voru á útiskólasvæðinu í gær.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |