Umhverfisdagur

Í dag föstudaginn 26. maí var umhverfisdagur í skólanum. Dagurinn hófst á því að nemendur horfðu á stuttmyndir sem 7. - 9. bekkur höfðu búið til undir leiðsögn Þráins. Nemendum var síðan skipt upp í þrjá aldursblandaða hópa og fram að hádegi voru þrjú verkefni í gangi sem allir fóru í. Verkefnin voru flugdrekagerð, ratleikur og leikur á útiskólasvæðinu. Dagurinn var skipulagður af Unnari, Siggu G. og Huldu. Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru á þessum degi.