Vorhátíð 2019

Eins og hefð er fyrir í ÞMS halda nemendur, foreldrar og starfsmenn skólans vorhátíð síðasta skóladag. Þá skemmta menn sér saman í íþróttahúsinu, í sundlauginni og á skólalóðinni. Veðurútlit fyrir þennan dag var ekki neitt spennandi, en þrátt fyrir það rættist úr veðrinu og allir fóru sáttir heim eftir pylsupartýið.