Norræna skólahlaupið 9. sept.

Skipuleggjendur hlaupsins
Skipuleggjendur hlaupsins

Eins og vant er stóðu nemendur sig með stakri prýði í Norræna skólahlaupinu. Að þessu sinni fór hlaupið fram í Hálsaskógi.  Veðrið var milt en svolítil súld. Eftir hlaupið var farið með nemendur aftur í skólann og allir gátu farið í sund, heitan pott og sturtu í Jónasarlaug. Samtals hlupu nemendur skólans 342,5 km. 

  • 11 nemendur fóru 2,5 km

  • 28 nemendur fóru 5,0 km

  • 10 nemendur fóru 7,5 km

  • 10 nemendur fóru 10 km

Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru þennan dag.