Nonni og Manni í Þelamerkurskóla

Föstudaginn 15. nóvember frá kl. 10.00 - 12.30 munu nemendur Þelamerkurskóla bjóða gestum að skoða afrakstur af þemavinnu um Nonna og Manna. 

Skólinn opnar kl. 10.00 og kl. 11.30 hefst dagskrá á sviði. Hægt er að kaupa bakkelsi og kaffi á 250 krónur og kjötsúpu í hádeginu á 500 krónur.  

Allur afrakstur af sölu rennur í ferðasjóði nemenda.

Allir velunnarar skólans velkomnir.