Tónskáld meðal nemenda

Glæsilegur hópur ungskálda á sviðinu í Hofi að loknum tónleikum
Glæsilegur hópur ungskálda á sviðinu í Hofi að loknum tónleikum

Annað árið í röð átti Þelamerkurskóla fulltrúa í Upptaktinum sem eru tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna. Upptakturinn er verkefni sem hvetur ungmenni á aldrinum 10-16 ára til að semja tónverk og styðja þau í fullvinnslu hugmyndar. Fjölmörg verk voru send inn í keppnina í ár og voru 8 tónverk valin til útsetningar af landsfrægu tónlistarfólki. Ungmennin unnu með listafólkinu að vinnslu og útsetningu laganna en uppskeruhátíðin fór fram í Hof sl. sunnudag.

Hjördís Emma Arnarsdóttir, nemandi í 7. bekk, og Lára Rún Keel Kristjánsdóttir, nemandi í 10. bekk, áttu hvor um sig tónverk á Upptaktinum í ár. Tónverk Hjördísar kallast Ljósadans sem hún samdi á harmonikku en tónverk Láru heitir Neðansjávarsól og samdi hún það á píanó. Flutningur verkanna var glæsilegur í alla staði og erum við virkilega stolt af Hjördísi og Láru og hlökkum til að fylgjast með þeim feta tónlistarveginn í framtíðinni. Á næstu dögum verður hægt að sjá flutning verkanna í Sarpinu á Rúv.is.     

Hérna eru nokkrar myndir.