Í morgun komu Þórhildur G. Ólafsdóttir og Starri Sigurðsson starfsmenn RÚV í skólann með Evu Margréti Árnadóttur nemanda í 10. bekk. Tilefnið voru upptökur á innslagi í þáttinn Landann en hluti hans mun fjalla um Evu Margréti í leik og starfi.
Í morgun æfði Eva Margrét með hljómsveit og kór skólans. Atriðið er eitt þeirra sem verður flutt á árshátíðinni í næstu viku. Einnig þarf Eva Margrét að fara í harmonikkutíma og þegar skóla lýkur munu Þórhildur og Starri fylgja henni heim í Stóra Dunhaga.
Hlökkum til að sjá Landann á næstu dögum.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |