Fjölbreytt skólastarf í breyttu skipulagi

Hér í Þelamerkurskóla er hrein unun að fylgjast með nemendum og starfsfólki takast á við breyttar aðstæður af miklu æðruleysi, jákvæðni og ró. Starfsfólk fer á kostum við að láta allt ganga upp með umhyggju fyrir nemendum að leiðarljósi og á stórt hrós skilið fyrir sitt framlag nú sem endranær. Einnig er augljóst að foreldrar hafa undirbúið börnin sín vel undir breyttar aðstæður, út frá þeim upplýsingum sem komu frá skólanum. Stórt hrós til ykkar kæru foreldrar. Skapandi hugsun nær nú flugi sem aldrei fyrr og nemendur segjast vera ánægðir með skipulagið. Það er auðvitað erfitt fyrir suma sem eiga vini í öðrum hópum að fá ekki að hitta þá innan veggja skólans, en þeim býðst þá ritunarverkefni sem felast í að senda tölvupóst til vinanna í næstu stofu, eða skrifa bréf/teikna mynd sem sett er í plastvasa sem þurrkað er af með sótthreinsitusku. Lausnirnar eru alls staðar! 

Í þessu myndaalbúmi hér eru myndir og myndbönd af skólastarfinu þessa dagana. Við munum bæta myndum í albúmið smátt og smátt og því er tilvalið að vista slóðina og kíkja öðru hvoru!