Í útiskóla var í vikunni verið að vinna með snjóinn og snjókornin því þau eru svolítið eins og við: engin tvö eru eins. Snjórinn var nýttur eins og blað og nemendur mótuðu og máluðu snjókorn. Eftir það var farið í stóru brekkuna norðan við skólann þar sem þoturassarnir komu að góðum notum. Hlátrasköll, tónlist og rjóðar kinnar voru einkennismerki þess fjöruga hóps sem stundaði útinám þennan miðvikudag.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |