Fjör í útiskóla - myndir og myndbönd

Í útiskóla var í vikunni verið að vinna með snjóinn og snjókornin því þau eru svolítið eins og við: engin tvö eru eins. Snjórinn var nýttur eins og blað og nemendur mótuðu og máluðu snjókorn. Eftir það var farið í stóru brekkuna norðan við skólann þar sem þoturassarnir komu að góðum notum. Hlátrasköll, tónlist og rjóðar kinnar voru einkennismerki þess fjöruga hóps sem stundaði útinám þennan miðvikudag.

Hér má sjá myndir og myndbönd