Foreldrafundir og spjall á yngsta stigi

Næstu tvö mánudagskvöld verða haldnir samráðs og fræðslufundir fyrir foreldra á yngsta stigi skólans. Í kvöld hittast foreldrar 1. bekkinga ásamt kennurum og stjórnendum þar sem fjallað verður um hvernig heimili og skóli geta hjálpast að við að gera upphaf grunnskólagöngunnar sem farsælast.

Mánudaginn 24. sept. munu foreldrar í 1. - 4. bekk hittast með kennurum og stjórnendum og stilla saman strengi varðandi utanumhald um nemendur þar sem meðal annars verður lögð áhersla á læsisnám barnanna.