Foreldraverðlaun Heimilis og skóla

Verðlaunahafar í Safnahúsinu
Verðlaunahafar í Safnahúsinu

Þriðjudaginn 2. maí afhentu Heimili og skóli foreldraverðlaun samtakanna. Sextán tilnefningar bárust samtökunum og fengu fjögur þeirra verðlaun; tvær tilnefningar fengu hvatningarverðlaun, ein fékk verðlaunin dugnaðarforkinn og skíðaskóli Þelamerkurskóla fékk það sem kallast foreldraverðlaunin. 

Skíðaskólinn er samstarfsverkefni Foreldrafélags Þelamerkurskóla og starfsmanna skólans. Skíðaskólinn hefur það að markmiði að gera alla nemendur 1.-4. bekkjar lyftufæra svo þeir geti notið þess að vera á skíðum þegar kemur að útivistardeginum. Það hefur sýnt sig að flestir nemendur ná miklum framförum í kennslustundum skíðaskólans. Skíðaskólinn er eitt verkefna skólans í útiskólanum og tilheyrir þemanu Hreyfing er afþreying þar sem markmiðið er að nemendur kynnist því að hreyfing getur verið skemmtun og afþreying eins og önnur hefðbundin skemmtun og afþreying. 

Hægt er að lesa nánar um foreldraverðlaunin í ár á heimasíðu Heimilis og skóla