Frábær frammistaða í Skólahreysti og Íslandsmet slegið!

Í kvöld tók vaskur hópur úr Þelamerkurskóla þátt í Skólahreysti ásamt níu öðrum skólum. Krakkarnir sýndu kraft og dugnað og stóðu sig öll vel. Fyrir hönd skólans kepptu þau Ester Katrín, Björn Sigurður, Sandra Björk og Jósef Orri. Það er skemmst frá því að segja að Ester Katrín bætti ekki bara eigin sigurtíma frá síðasta ári í hreystigreip, heldur sló hún Íslandsmet og hefur þarmeð hangið lengst allra á stönginni frá upphafi Skólahreystis! Ester hékk í 17 mínútur og 20 sekúndur, sem er mikið afrek. Við óskum Ester og liðsfélögum hennar innilega til hamingju með frábæra frammistöðu og þökkum grænu og glöðu stuðningsliði fyrir kraftinn í stúkunni.

Myndir